Kjarnafæðideildin hefst á morgun

Utandeild KDN, sem líkt og undanfarin ár gengur undir nafninu Kjarnafæðideildin, hefst á morgun fimmtudaginn 7. júní. Að þessu sinni taka 6 lið þátt og verður fyrirkomulag mótsins deildarkeppni þar sem leikin verður tvöföld umferð. UMF Sölvi eru ríkjandi Kjarnafæðideildarmeistarar en þeir taka ekki þátt í mótinu að þessu sinni. FC Mývetningur eru ríkjandi Kjarnafæðibikarmeistarar.

Sem fyrr verða umfjallanir um leikina, úrslit, stigatafla og tafla yfir markaskorara birt hér á kdn.is. Sem fyrr fara allir leikirnir fram í Boganum. 1. umferðin er sem hér segir:

Fimmtudagur 7. júní

19:00 Æskan – FC Böggur
19:00 FC Heavyweight – FC Samba
20:00 FC Mývetningur – Héðinn FC

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *