Utandeild KDN 2018

Líkt og undanfarin ár mun KDN standa fyrir utandeild 7-manna liða í sumar sem nefnist Kjarnafæðideildin. Mótið verður haldið í Boganum, en stefnt er að því að það hefjist um mánaðarmótin maí/júní og standi fram í miðjan ágúst. Almennt verður leikið á fimmtudagskvöldum, en gera þarf nokkrar undantekningar sökum þess að Boginn er upptekinn nokkur fimmtudagskvöld í sumar. Hver leikur í mótinu stendur yfir í 2×25 mínútur, en skipulag mótsins mun ráðast af þátttöku. Reglur Kjarnafæðideildarinnar 2018 má sjá hér.

Fyrir skráningu og allar nánari upplýsingar skal hafa samband við Vilhelm Adolfsson, formann KDN og mótsstjóra Kjarnafæðideildarinnar, í gegnum netfangið kdn@simnet.is eða í síma 864 4240.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *