Elfar Árni og Frosti markahæstir

Elfar Árni Aðalsteinsson bar af í markaskorun í Kjarnafæðimótinu í ár, en hann skoraði alls 13 mörk fyrir lið KA í mótinu. Hann var einnig valinn besti leikmaður mótsins af sérstakri matsnefnd KDN. Frosti Brynjólfsson skoraði sex mörk í mótinu, þar af fimm mörk fyrir KA2, og var þar með markahæstur í B-riðli keppninnar.

Fyrir þetta fengu þeir tvemenningar afhent vegleg verðlaun frá styrktaraðila mótsins, Kjarnafæði. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá frá vinstri Vilhelm Adolfsson (formann KDN), Frosta Brynjólfsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Gunnlaug Eiðsson (framkvæmdastjóra Kjarnafæðis) og Ólaf Má Þórisson (sölu- og markaðsstjóra Kjarnafæðis). KDN óskar Elfari og Frosta til hamingju með glæsilegan árangur í Kjarnafæðimótinu 2018.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *