Völsungur og Dalvík skildu jöfn, 3–3, í fjörugum og skemmtilegum leik á Dalvíkurvelli í gær. Leikurinn var jafn frá upphafi og hart barist. Völsungar skoruðu fyrsta markið , Dalvík svaraði og svo héldu liðin áfram að skora á víxl og þegar upp var staðið var jafntefli sanngjörn niðurstaða.
Hinn magnaði og síungi Akil De Freitas kom inná hjá ungu liði Völsunga á 75.mínútu og sannaði að lengi lifir í gömlum glæðum. Hann jafnaði leikinn skömmu síðar og þar við sat.
Mörk Völsungs: Tómas Baldursson á 31. mínútu Elmar Örn Guðmundsson á 64. mínútu Akil De Freitas á 83. mínútu Mörk Dalvíkur: Magnús Máni Sigursteinsson á 38. mínútu Áki Sölvason á 55. mínútu Þorri Jón Níelsson á 71. mínútu



