KA og Þór 2 mættust í blíðskapar veðri á Greifavellinum

KA og Þór 2 mættust í gær í blíðskapar veðri á Greifavellinum. Liðin voru skipuð af blöndu af ungum og reyndari mönnum og því ljóst strax að um hörku leik yrði að ræða.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að sækja. Mikið var um taktísk brot á miðjum velli og gáfu liðin fá færi á sér. Það voru hinsvegara Þórsarar sem brutu ísinn á 33. mínútu þegar Ingimar Arnar Kristjánsson fékk boltann við vítateig KA manna og smellti honum í hornið. Aðeins 10 mínútum síðar átti Breki Hólm góðan sprett upp hægri kantinn sem endaði með fyrirgjöf beint á kollinn á Valdimar Loga Sævarssyni sem jafnaði leikinn fyrir KA. Staðan því 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með látum sem og nýjum dómara en Bergvin Fannar Gunnarsson þurfti að taka við flautunni af Birgi Þór Þrastarsyni sem þurfti að fara meiddur af velli. Eftir aðeins 3 mínútur höfðu Þórsarar aftur náð forystunni þegar Sverrir Páll Ingason náði að koma boltanum framhjá Steinþóri í marki KA eftir flotta sendingu frá miðjum velli. Frábært mark hjá Sverri. Forskot Þórsara var enn styttra í þetta skiptið en Valdimar Log var aftur á skotskónum mínútu síðar þegar hann spændi sig í gegnum varnarmenn Þórsara og náði á endanum fínu skoti sem Lucas Viera markmaður Þórs réði ekki við.

Eftir þetta var leikurinn aftur í járnum og lítið um hættuleg færi þar til á 94 mínútu þegar Þórsarar áttu frábæra stungusendingu í gegn sem endaði á því að Steinþór Már í marki KA braut á leikmanni Þórs inni í teig og vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Sigfús Fannar sem brást ekki bogalistinn og skoraði þriðja mark Þórs2. Má segja að þetta hafi verið flautumark en KA reyndu einn langan bolta eftir að miðjan var tekin en rann það færi út í sandinn og flautaði Bergvin dómari til lok leiksins strax í kjölfarið.

Leikslok urðu því 2-3 fyrir Þórsurum sem fara glaðir inn í jólafríið með góðan sigur á nágrönnum sínum.

Leikskýrsla:

Mörk KA Valdimar Logi Sævarsson, 43′ Valdimar Logi Sævarsson, 49′

Mörk Þórs Ingimar Arnar Kristjánsson, 33′ Sverrir Páll Ingason, 48′ Sigfús Fannar Gunnarsson, 90+5′

Skiptingar KA 46 mínúta (hálfleikur) Hans Viktor Guðmundsson, út Þórir Hrafn Ellertsson, inn 55 mínúta Maron Páll Sigvaldason, út Máni Dalstein, inn 63 mínúta Ívar Örn Árnason, út Ásgeir Sigurgeirsson, út Agnar Óli Grétarsson, inn Sigurður Nói Jóhannsson, inn 69 mínúta Valdimar Logi Sævarsson, út Snorri Kristinsson, út Xabi Cardenas, inn Ívar Logi Jóhannsson, inn 87 mínúta Jakob Héðinn Róbertsson, út Andri Valur Jakobsson, inn

Skiptingar Þórs 61 mínúta Kristófer Máni Sigurðsson, út Atli Þór Sindrason, inn 63 mínúta Sverrir Páll Ingason, út Ýmir Már Geirsson, inn 72 mínúta Hermann Helgi Rúnarsson, út Birgir Ómar Hlynsson, út Fannar Daði Malmquist Gíslason, inn Kristófer Kató Friðriksson, inn 83 mínúta Ingimar Arnar Kristjánsson, út Ásbjörn Líndal Arnarsson, út Peter Ingi Helgason Jones, inn Vilhelm Ottó Biering Ottósson, inn

Myndir: Ármann Hinrik