Kjarnafæðimótið

KDN stendur fyrir æfingamóti fyrir meistaraflokklið karla í knattspyrnu á Norðurlandi, en mótið hefur farið fram árlega í janúar og febrúar í Boganum á Akureyri allt frá því árið 2004.

Líkt og á undanförnum árum er Kjarnafæði styrktaraðili mótsins á árinu 2018 og ber mótið því nafnið Kjarnafæðimót KDN. Alls skráðu 11 liðs sig til leiks árið 2018; KA er með þrjú lið og Þór tvö, en þar að auki taka Leiknir F, Magni, KF, Völsungur, Dalvík/Reynir og Tindastóll þátt í mótinu.

Eins og ávallt er frítt fyrir áhorfendur inn á alla leiki mótsins. Hér fyrir neðan má finnna stigatöflur mótsins, leikjaskrá og lista yfir markahæstu leikmenn.

Kjarnafæðimótið 2018:

– Stigatöflur
– Leikir
– Markahæstu leikmenn