Stórsigur FHL: Tindastóll Kjarnafæðimótsmeistari.

Lokaleikur Kjarnafæðimótsins 2025 fór fram í Boganum í gærkvöldi. Áttust þar við Bestudeildarlið Þór/KA og FHL, sem luku þar með undirbúningi sínum fyrir Bestudeildina sem hefst eftir helgina. Bæði lið stilltu upp sterkum liðum. Þór/KA voru efstar í kvennadeildinni fyrir leikinn ,jafnar Tindastól að stigum en með betri markatölu sem nam tveimur mörkum.

Austankonur byrjuðu betur og komust yfir úr vítaspyrnu með marki Aidu Karodvic á 10.mínútu. Þór/KA sóttu meira en FHL vörðust vel og Teelan Cerrell markvörður var traust fyrir aftan. Calliste Brooks­hire kom þeim í 2-0 skömmu síðar eftir laglega skyndisókn og Hope Santaniello kom þeim í 3-0 eftir 25 mínútna leik. Áfram hélt markaregnið því Aida skoraði annað mark sitt og fjórða mark FHL á 42.mínútu. Staðan í hálfleik 4-0 fyrir FHL.

Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og yngri leikmenn beggja liða fengu tækifæri. Bríet Fjóla Bjarnadóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA á 74.mínútu en þar við sat og mörkin urðu ekki fleiri. Lokatölur 4-1 fyrir FHL.

Úrslit leiksins gerðu það að verkum að Tindastóll enda efstar í deildinni og eru Kjarnafæðimótsmeistarar 2025

Skýrslur leiksins

Myndir úr leiknum