Kjarnfæðimótið – Allir á völlinn!

Upphaf Kjarnafæðimótsins markar upphaf aðventunnar hjá mörgum knattspyrnuáhugamönnum. Mótið markar einnig upphaf nýs tímabils hjá liðinum á norður- og austurlandi. Nýjir leikmenn þreyta frumraun sína og ungir leikmenn fá tækifæri til að sanna sig. 

Það eru lið Þórs/KA og Dalvíkur/Reynis sem sparka mótinu af stað á föstudaginn klukkan 18:30 í Boganum. Verður þetta fyrsta skiptið sem við sjáum Aðalstein Jóhann á hliðarlínunni eftir að hann tók við af Jóhanni Kristni. Lið Dalvíkurs/Reynis hefja nú sitt þriðja tímabil í röð og verður spennandi að sjá þær etja kappi við Bestudeildarlið Þórs/KA. 

Á laugardaginn er svo tvíhöfði í Kjarnafæðimótinu en klukkan 15:00 mætast lið Þórs og KA2 á Greifavellinum. Þórsarar fara hér formlega af stað sem Bestudeildarlið á meðan margir leikmenn í KA2 koma ferskir úr Evrópubaráttu. Við hvetjum alla til að klæða sig vel og skella sér á völlinn. 

Ekki þarf að bíða lengi eftir næsta leik en klukkan 17:00 hefst næsta viðureign milli Hattar frá Egilsstöðum og Hamranna en sá leikur fer fram í Boganum. Eins og flestir vita slitu Höttur og Huginn samstarfinu fyrr á þessu ári og spilar liðið því í fyrsta skiptið undir merkjum Hattar síðan árið 2018. 

Búast má við mikilli spennu innan vallar en einnig utan vallar þar sem tvær hetjur frá Einherja á Vopnafirði mætast á hliðarlínunni. Todor Hristov og Sigurður Donys Sigurðsson þjálfarar liðanna léku lengi saman á Vopnafirði og ljóst að hvorugur vill lúta í lægra haldi fyrir hinum.

Einn leikur fer fram á sunnudag í B riðli B deildar þegar lið Þórs3 tekur á móti KA4 í Boganum klukkan 13:00. Grannaslagur af bestu gerð þar sem ekkert verður gefið eftir. 

Loka leikurinn í þessari fyrstu leikjahrinu mótsins fer svo fram á mánudag en þá mæta KA3 liði Þórs4 í A riðli B deildar. Líkt og leikurinn á undan má búast við miklum hitaleik í þessum grannaslag en leikurinn fer fram klukkan 20:00 á Greifavellinum. 

Allir á völlinn!