Kæru fylgjendur. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum árið sem er að líða.
Líkt og áður létum við gott af okkur leiða fyrir jólin og styrktum Norðurhjálp, sem annast matargjafir fyrir þá sem á þurfa að halda á svæðinu okkar, um 200 þúsund krónur. Á myndinni er Árni gjaldkeri KDN með forsvarsmönnum Norðurhjálpar.

