Tindastóll hafði betur gegn Þór4

Á sunnudag áttust við í Boganum Þór4 og Tindastóll. Bæði lið skipið ungum leikmönnum.

Tindastóll komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Hauki Inga Ólafssyni og Svend Emil Busk Friðrikssyni á 43.mínútu. David Bercedo kom Stólum í 3-0 á 58.mínútu en

Friðrik Máni Sveinsson minnkaði muninn strax í næstu sókn. Rúnar Vatnsdal galopnaði leikinn með marki fyrir Þór á 83.mínútu en Manuel Ferriol innsiglaði 4-2 sigur Tindastóls með síðustu spyrnu leiksins.