KA með stórsigur Dalvík á Greifavellinum

KA landaði öruggum 8–1 sigri á liði Dalvíkur þegar liðin mættust á Greifavellinum í hádeginu á laugardag. Dalvíkingar sýndu mikla baráttu og stóðu í KA-mönnum í fyrri hálfleik.

KA komst yfir strax á 15. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson opnaði markareikninginn úr vítaspyrnu. Dalvíkingar svöruðu hins vegar fljótt og jafnaði Sævar Fylkisson metin á 24. mínútu eftir góða sókn. Eftir það tók KA völdin á ný.

Ásgeir skoraði sitt annað mark á 33. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Hallgrímur Mar Steingrímsson við marki fyrir KA. Ásgeir fullkomnaði síðan þrennuna sína á 43. mínútu og staðan í hálfleik var 4–1 fyrir KA.

Í síðari hálfleik hélt KA áfram þar sem frá var horfið. Valdimar Logi Sævarsson skoraði fimmta markið á 53. mínútu og Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti sínu öðru marki við á 60. mínútu. Xabier Cardenas Anorga leikmaður Völsungs skoraði sjöunda mark KA á 70. mínútu áður en Breki Hólm Baldursson rak síðasta naglann í kistuna með marki á 87. mínútu.

Myndir: Ármann Hinrik