Þórsarar fögnuðu öruggum sigri á Magna þegar liðin mættust í Boganum á föstudagskvöldið. Leiknum lauk með 6–1 sigri Þórs, sem unnu sig upp í í Bestu deildina í haust, gegn Magna sem unnu sig upp í 2. deild.
Þór tók snemma yfirhöndina í leiknum og komst í 2–0 áður en hálftími var liðinn. Ingimar Arnar Kristjánsson braut ísinn á 36. mínútu og skömmu síðar bætti Kristófer Kató Friðriksson við öðru marki. Staðan var 2–0 í hálfleik en Þór hélt áfram að sækja af krafti í síðari hálfleik.
Markavélin Ragnar Óli Ragnarsson jók forskotið á 58. mínútu með föstum skalla en magnaðir Magnamenn náðu að minnka muninn tveimur mínútum síðar þegar Húsvíkingurinn Ólafur Jóhann Steingrímsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grenvíkinga á 60. mínútu. Þórsarar svöruðu þó strax fyrir sig og Peter Ingi Helgason Jones skoraði á 66.mínútu og skömmu síðar skoraði Kristófer Kristjánsson enn eitt markið. Lokahnykkinn setti síðan Kjartan Ingi Friðriksson með marki á 78. mínútu og innsiglaði þar með 6–1 sigur heimamanna.
Sigurinn var sannfærandi hjá Þór.
































































































































































































