Kjarnafæðimótið heldur áfram um helgina og fara allir leikir nema einn fram í hlýjunni í Boganum.
Einn leikur fer fram á föstudagskvöldi í Boganum þegar magnaðir Magnamenn taka á móti ríkjandi meisturum í Þór. Þórsarar töpuðu óvænt í fyrstu umferð gegn KA2. Þetta er hinsvegar staða sem Þórsarar kannast við frá því fyrir ári síðan þegar þeir byrjuðu á sama hátt en enduðu svo á því að sigra mótið. Strákarnir frá Grenivík koma inn í mótið eftir frábært sumar og spila næsta sumar í 2. deild. Leikurinn hefst klukkan 20:00.
Á laugardeginum hefst svo A riðill A deildar þegar KA menn taka á móti Dalvíkingum á Greifavellinum. Höddi og félagar í Dalvík áttu flott tímabil þar sem þeir voru lengi vel í góðum séns að komast upp í Lengjudeildina.
Boðaðar hafa verið breytingar á KA liðinu fyrir næsta tímabil og verður spennandi að sjá hvernig liðið mætir til leiks. Þetta er í fyrsta skipti í KA er ekki handhafi Kjarnafæðimótsbikarsins síðan árið 2018 og ætla sér eflaust að sækja hann aftur.
Leikurinn fer fram á Greifavellinum klukkan 12:30.
Í kjölfarið færum við okkur svo í Bogann en klukkan 15:00 hefst leikur KA2 og KFA í B riðli A deildar. Líkt og fram hefur komið sigraði KA 2 Þórsarar í fyrsta leik og vilja þeir eflaust hamra járnið meðan það er heitt. Austfirðingar mæta í sinn fyrsta leik og verður spennandi að sjá hvernig Eggert Gunnþór og lærisveinar fara af stað þetta tímabilið.
Á sunnudaginn fara báðir leikir dagsins fram í Boganum. Við hefjum við þetta á leik Þór 4 og Tindastóls í A riðil B deildar. Stólarnir enduðu síðasta tímabilið á miklu skriði í 3. Deildinni þar sem þeir unnu síðustu fimm leiki sína í deildinni sem og að þeir spiluðu til úrslita í fotbola.net bikarnum. Þór 4 fór ekki nægilega vel af stað en ætla þeir klárlega að bæta fyrir úrslit síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 13:00.
Í kjölfarið eða klukkan 15:00 hefst svo leikur Völsungs og Þórs 2 í A riðli A deildar. Völsungur kom flestum á óvart í Lengju deildinni síðasta sumar og bíða menn spenntir að sjá hvað Húsvíkingar ætla bjóða upp á í vetur og næsta sumar. Reikna má með að margir 2. flokks leikmenn verði í Þór 2 en 2. flokkur Þórs varð í sumar Íslandsmeistarar og því margir virkilega efnilegir strákar þar á ferð.
Allir á völlinn!
