Þór/KA sigraði Völsung í Kjarnafæðimótinu

Þór/KA – Völsungur: 4-0

Markaskorarar
1-0, 16. mín. María Catharina Gros
2-0, 39. mín. Karen María Sigurgeirsdóttir
3-0, 44. mín. Karen María Sigurgeirsdóttir
4-0, 61. mín. Hulda Ósk Jónsdóttir

Þór /KA og Völsungur mættust í kvennadeild Kjarnafæðismótsins. Það vantaði nokkra sterka pósta í lið Þórs/KA og liðið var skipað mörgum ungum og efnilegum stelpum. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en yfirburðir heimastúlkna komu í ljós hægt og bítandi. Á 16 mín. vann María Gros boltann rétt utan við vítateig gestanna, sneri af sér varnarmann og skoraði með föstu skoti, vel gert og Þór/KA sanngjarnt með forystu. Heimaliðið var áfram mun sterkara en á 26 mín fékk Marta Sóley fékk dauðafæri fyrir Völsung en hitti boltann illa og stotið fór framhjá. ‘A 39 mín skoraði svo Karen María mark beint úr hornspyrnu og eftir þunga sókn bætti hún við öðru marki rétt fyrir lok hálfleiksins. Heimakonur réðu svo lögum og lofum í seinni hálfleik en bættu bara við einu marki þegar Hulda Ósk skoraði af löngu færi yfir markvörð Völsunga sem hafði hætt sér full framarlega. Öruggur sigur heimastúlkna en leikurinn ekki mikið fyrir augað.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *