KF og Huginn/Höttur með sigra

KF og Huginn/Höttur unnu sannfærandi sigra í sunnudagsleikjum Kjarnafæðimótsins.

KF byrjaði leikinn gegn Samherjum í B deild karla sem mun sterkari aðilinn og braut ísinn strax á 10. mínútu þegar Aksentje Milisic kom KF yfir. Annað mark KF gerði Sævar Þór Fylkisson á 13. mínútu og staðan orðin 2-0 KF í vil . Sævar gerði síðan annað mark sitt og 3. mark KF á 39, mínútu og var staðan 3-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði í raun svipað og sá fyrri þar sem KF menn voru mun sterkari aðilinn. Á 64. mínútu skoraði síðan Aksentje milisic 4. mark KF og staðan því orðin 4-0 KF í vil. Á 81. mínútu skoraði síðan Gabriel Rafal 5 mark KF. Á 92. mínútu skoraði Sævar Þór Fylkisson sitt 3 mark í leiknum og staðan orðin 6-0 fyrir KF. Það var síðan á 3. mínútu í uppbótartíma sem Sævar Gylfason innsiglaði 7-0 sigur KF.

Fyrsta markið í leik KA3 og Hugins/Hattar kom á 28. mínútu þegar Arnar Eide Garðarsson kom boltanum í netið. Allt stefndi í eins marks forystu austanmanna í hálfleik, en þá kom góður endasprettur sem jók forystu þeirra. Fyrst skoraði Sæbjörn Guðlaugsson á 43. mínútu og síðan Emil Smári Guðjónsson á 1. mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur voru því 3-0 fyrir Huginn/Hetti. Eina mark síðari hálfleiks skoraði Kristján Jakob Ásgrímsson á 73. mínútu og lokatölur því 4-0 fyrir Huginn/Hött.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *