Kormákur/Hvöt tekur sæti Tindastóls í B deild karla

Lið Tindastóls hefur verið dregið úr keppni í B deild karla í Kjarnafæðimótinu. Kormákur/Hvöt mun taka sæti þeirra í B deildinni, en þetta er í fyrsta skipti sem Kormákur/Hvöt tekur þátt í Kjarnafæðimótinu. Stigatafla og leikjaplan B-deildarinnar hefur verið uppfært með þessari breytingu, en líkt og sakir standa mun Kormákur/Hvöt einfaldlega spila sína leiki á sömu dögum og tímum og leikjum Tindastóls hafði verið raðað niður.

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands þakkar Kormáki/Hvöt fyrir skjót viðbrögð og býður félagið velkomið til leiks í Kjarnafæðimótinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *