Jafntefli á Húsavík

Völsungur 2-2 Þór
0-1 56’ Aron Kristófer Lárusson
1-1 57’ Daníel Már Heiðarsson
2-1 68’ Bjarki Baldvinsson
2-2 77’ Aðalgeir Axelsson

Leikur Völsungs og Þórs í Kjarnafæðimótinu fór fram á gervigrasvellinum á Húsavík. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik utan þess að Jóhann Helgi (Þór) skoraði en því miður fyrir Þór þá var hann réttilega dæmdur rangstæður. Þórsarar voru meira með boltann en uppskeran var rýr.
Í seinni hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Þórsarar skoruðu fyrsta markið en þar var að verki Aron Kristófer beint úr aukaspyrnu rétt utan teigs. Aron skaut í markmannshornið föstu skoti þversláin inn. Stuttu eftir markið jöfnuðu Völsungar metin þegar Daníel Már fékk boltann utan teigs eftir hornspyrnu, tók Þórsara á og þrumaði honum upp í hægra hornið. Glæsilegt mark.  Völsungar náðu svo forystunni eftir varnarmistök Þórsara en Bjarki Baldvins fékk þá boltann utan við teig og fór framhjá varnarmanni Þórs og lagði hann yfir Aron Birki í marki Þórs. Þórsarar tóku að sækja meira eftir markið og uppskáru jöfnunarmark þegar Sölvi komst upp að endamörkum og sendi út í teiginn á Aðalgeir sem renndi boltanum í hornið fjær. Eftir þetta fengu bæði lið ágætis hálffæri sem ekkert varð úr.  Úrslitin sanngjarnt jafntefli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *