Tindastóll með stórsigur á KF

KF 0-5 Tindastóll
0-1 32’ Benjamín J. Gunnlaugsson (vítaspyrna)
0-2 81’ Benjamín J. Gunnlaugsson
0-3 84’ Benjamín J. Gunnlaugsson
0-4 87’ Bjarni S. Gíslason
0-5 89’ Jón G. Jónsson

Leikurinn var mjög lítið fyrir augað í fyrri hálfleik, lítið um færi og stórkarlaleg knattspyrna hjá báðum liðum. Á 31. mínútu stakk Hólmar Daði Skúlason leikmaður Tindastóls sér upp að endamörkum en þá braut varnarmaður KF klaufalega á honum og réttilega dæmd vítaspyrna. Benjamín Gunnlaugsson skoraði af öryggi úr spyrnunni og Tindastóll leiddi 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var mun fjörugri og leikmenn KF byrjuðu betur en nýttu ekki tvö gullin færi til að skora. Liðin skiptust á færum eftir þetta en Stólarnir alltaf líklegri til að skora. Það var svo á 81. mín sem Benjamín skoraði annað mark sitt og Tindastóls eftir frábært einstaklingsframtak. Benjamín fullkomnaði svo þrennuna með þrumuskoti fyrir utan teig sem fór í stöng og inn. Glæsilegt mark. Tindastóll bætti við tveimur mörkum, það fyrra eftir slæm mistök varamarkvarðar KF sem var nýkominn inná og missti klaufalega fyrirgjöf utan af kanti framhjá sér í markið. Seinasta markið kom svo eftir hornspyrnu og þá skoraði Jón Gylfi af harðfylgni úr þröngu færi. Sanngjarn sigur Tindastóls þar sem þeir voru töluvert beittari upp við mark andstæðinganna.

Maður leiksins: Benjamín J. Gunnlaugsson, skoraði þrennu og stýrði spili gestanna vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *