Öruggt hjá KA gegn Þór 2

Þór 2 tók á móti KA í miðvikudagsleik A-riðils Kjarnafæðimótsins. KA menn stilltu upp sterku liði og ætluðu greinilega ekki að tapa öðrum leik í mótinu. Þeir byrjuðu af miklum krafti og fengu nokkur hálffæri á fyrstu mínútunum. Á 5. mínútu fékk svo Hallgrímur Mar boltann rétt utan vítateigs eftir innkast og þrumaði boltanum í markið, óverjandi fyrir Aron í marki Þórs 2. Pressa KA manna hélt áfram þeir dældu boltanum inní vítateig Þórsara sem vörðust af hörku. KA fengu nokkur ágæt skallafæri í fyrri hálfleik og Elfar fékk dauðafæri en þeim tókst ekki að hitta markið. Staðan 0-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik byrjaði sama orrahríðin að marki Þórsara. Á 48. mínútu tekur Hallgrímur boltann viðstöðulaust á lofti og þrumar á markið en Aron ver vel. Stuttu seinna bjarga Þórsarar á línu eftir að Elfar kom boltanum framhjá Aroni, en svo kom kaflinn sem gerði út um leikinn. Á 55. mínútu skoraði Elfar með skalla eftir hornspyrnu. Strax 5 mínútum síðar fengu KA menn hraða sókn og Daníel Hafsteinsson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Þórs og Elfar kláraði færið örugglega. Á 64. mínútu braut svo Aron markvörður á sóknarmanni KA og fékk réttilega rautt spjald. Elfar skoraði úr vítinu og þrátt fyrir nokkur hálffæri og eitt dauðafæri þá tókst KA mönnum ekki að bæta við. Leikurinn var einstefna af hálfu KA en Þórsstrákarnir eiga skilið hrós fyrir mikla baráttu.

Maður leikssins: Tómas Örn Arnarson, Þór 2. Fór fyrir sínum mönnum í vörninni og gaf ekki þumlung eftir.
ÁHORFENDUR 106.

5. Mín: 0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson
55. Mín: 0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson
60. Mín: 0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson
65. Mín: 0-4 Elfar Árni Aðalsteinsson

64. Mín: Rautt spjald: Aron Birkir Stefánsson, Þór 2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *