Jafntefli í fjörugum leik KA 2 og Völsungs

KA 2 og Völsungur áttust við í síðasta leik helgarinnar í Kjarnafæðimótinu. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti og skiptust á að sækja. KA-menn skoruðu fyrsta markið en vörn Völsunga sofnaði á verðinum og Angantýr Máni komst einn í gegn og skoraði örugglega framhjá Halldóri Árna í markinu. Völsungar náðu að jafna á 21. mínútu þegar Sæþór Olgeirsson skoraði eftir klafs í teig KA manna, en boltinn barst til Sæþórs sem kom honum í netið. Besti maður vallarins, Daníel kom KA 2 aftur yfir á 32. mínútu eftir góða sókn, með föstu skoti. Völsungar voru ekki lengi að jafna leikinn en aftur var Sæþór á ferðinni og skoraði eftir vel útfærða sókn. Áður en flautað var til hálfleiks skoraði Daníel svo aftur og kom KA í forystu. Staðan í leikhléi 3-2 fyrir KA eftir hraðan og skemmtilegan leik.

Völsungar þurftu ekki langan tíma til að jafna metin í seinni hálfleik en mark þeirra skoraði Atli Barkarson. Bæði lið áttu margar góðar sóknir það sem eftir lifði leiks en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því sanngjarnt jafntefli.

Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA 2)

1 – 0 4.mín Angantýr Máni Gautason
1 – 1 21.mín Sæþór Olgeirsson
2 – 1 32.mín Daníel Hafsteinsson
2 – 2 38.mín Sæþór Olgeirsson
3 – 2 42.mín Daníel Hafsteinsson
3 – 3 51.mín Atli Barkarson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *