6 stiga helgi Leiknis F með sigri á Magna

Magni og Leiknir F áttust við í fyrri leik dagsinns í Kjarnafæðimótinu í dag.
Fyrri háfleikur var tíðindalítill. Magnamenn áttu færin framan af, en markvörður Leiknis stóð vaktina vel. Á 45. minútu unnu Leiknismenn klafs inni á miðjunni sem varð til þess að Hilmar Freyr Bjartþórsson komst einn í gegn um vörn Magna og lyfti hann boltanum yfir Hjört Geir Heimisson í markinu – virkilega vel gert og staðan orðin 1-0. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks.

Á 54. mínútu fengu Magnamenn sín bestu færi í leiknum. Jóhann þórhallsson komst í færi vinstra megin í teignum og átti skot í stöng og í kjölfarið áttu Magnamenn skot framhjá. Mínútu síðar komust Leiknis menn í 2-0, eftir góðan samleik skoraði Kristinn Justiniano Snjólfsson laglegt mark. Magnaliðið sótti áfram en Leiknir nýtti færin sín vel og á 81. mínútu kom þriðja markið þeirra. Marteinn Már Sverrisson fékk þá fendingu frá hægri og átti skalla í slá af markteig náði svo bolatnum sjálfur og skoraði. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og lauk með 3-0 sigri Leiknis.

0-1 45. mín Hilmar Freyr Bjartþórsson
0-2 55. mín Kristinn Justiniano Snjólfsson
0-3 81. mín Marteinn Már Sverrisson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *