Öruggur sigur Leiknis F gegn KA 3

Leiknismenn byrjuðu leikinn betur og Hilmar Freyr Bjartþórson skoraði á 14. mínútu eftir mistök í vörn KA 3. Almar Daði Jónsson skorði síðan annað mark Leiknis á 43. mínútu eftir að markmaður KA, Steindar Adolf Arnþórsson, hafði varið. Staðan í hálfleik var því 2-0, Leiknismönnum í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á 54. mínútu átti Þorgeir Ingvarsson leikmaður KA 3 skot í samskeytin. Á 65. mínútu átti Hilmar Freyr síðan gott skot úr vítateigshorninu neðst í markhornið fjær. Á 68 mín fékk KA 3 víti sem Björn Andri Ingólfsson skoraði örugglega úr. En svo í lokin tryggðu Leiknis menn sér öruggan sigur með tveimur mörkum, fyrst á 86. mínútu er Þorgeir Örn Tryggvson skoraði með góðu skoti upp í fjærhornið og seinna markið kom svo á 89. mínútu en þá skoraði Marteinn Már Sverrisson eftir hraða sókn. Niðurstaðan varð því sanngjarn sigur Leiknis F, 5-1.

1-0 14. mín Hilmar Freyr Bjartþórsson
2-0 43. mín Almar Daði Jónsson
3-0 65. mín Hilmar Freyr Bjartþórsson
3-1 68. mín Björn Andri Ingólfsson (vítaspyrna)
4-1 86. mín Þorgeir Örn Tryggvason
5-1 89. mín Marteinn Már Sverrisson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *