Sæþór með þrennu í sigri Völsungs

Völsungur og Fjarðabyggð mættust í föstudagsleik Kjarnafæðimótsins. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Völsungur sótti heldur meira og fengu tvö mjög góð færi til að komast yfir án þess að nýta þau. Á 15. mínútu fékk Fjarðabyggð sína fyrstu alvöru sókn, sem endaði með marki. Adam Örn gaf þá góða sendingu innfyrir vörn Völsungs og Marteinn Þór var kominn einn á móti markverði og renndi boltanum auðveldlega fram hjá honum og í netið. Völsungsmenn voru ekki lengi að jafna leikinn en það gerði Bergur Jónmundsson eftir snarpa sókn þeirra. Mikil þvaga var inní vítateig og Bergur nær að koma boltanum í gegnum hana og í markið. Eftir það róaðist leikurinn aftur en Völsungsmenn voru mikið mun betri og voru meira með boltann en voru ekki að skapa sér nein marktækifæri.

Seinni hálfleikur var mun fjörugri og fleiri mörk skoruð eða fimm talsins. Þar fór Sæþór Olgeirsson fremstur í flokki og gerði þrennu á 15 mínútna kafla. Öll mörkin hans voru keimlík eða eftir snarpar sóknir og gott samspil Völsungsmanna fyrir framan vítateiginn og inni í honum sem endaði á því að Sæþór endaði sóknirnar á því að setja boltann í markið með góðum skotum. Eftir að Sævar hafði komið Völsungi yfir á 58. mínútu jafnaði Adam Örn Guðmundsson metin fyrir Fjarðabyggð fjórum mínútum síðar. Það mark kom eftir eina markskot Fjarðabyggðar sem fór á ramman í síðari hálfleik, en liðið átti snarpa sókn upp vinstri vænginn þar sem Marteinn náði að brjótast upp og komast inn fyrir bakvörðinn og senda boltan útá Adam Örn sem var einn og óvaldaður við vítapunktinn og hann smelltin boltanum framhjá öllum og í markið staðan þarna 2-2. Með mörkum á 65. og 73. mínútu fullkomnaði Sæþór svo þrennuna og kom Völsungi í 4-2. Síðasta mark leiksins kom eftir mikinn darraðadans inní markteig Fjarðabyggðar þar sem boltinn gekk á milli manna en endaði að lokum hjá Rúnari Þór Brynjarssyni sem náði að pota boltanum yfir marklínuna á síðustu andartökum leiksins. Niðurstaðan var því verðskuldaður sigur Húsvíkinga, 5-2.
 
Maður leiksins: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)

1-0 15. mín Marteinn Þór Pálmason
1-1 20. mín Bergur Jónmundsson
1-2 58. mín Sæþór Olgeirsson
2-2 62. mín Adam Örn Guðmundsson
2-3 65. mín Sæþór Olgeirsson
2-4 73. mín Sæþór Olgeirsson
2-5 90+2. mín Rúnar Þór Brynjarsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *