Þór 2 skellti KA 3

Leikurinn byrjaði frekar rólega en þegar leið á hálfleikinn fóru Þórsarar að taka leikinn í sínar hendur. Fyrsta færið í leiknum kom á 32. mínútu og það átti Þórsarinn Baldvin Ingvason sem skaut naumlega framhjá. Fyrsta markið kom stuttu síðar en Þórsarar fengu hornspyrnu og eftir klafs í teignum barst boltinn til Tómasar sem hamraði honum í netið. Eftir markið bættu KA menn í og hófu að sækja meira. Patrekur Búason átti mjög gott skot að marki Þórsara en Sævar Jóhannsson var vandanum vaxinn í markinu og varði vel í horn. Staðan í hálfleik 1-0.

Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, Þórsarar heldur sterkari og fengu fleiri færi. Á 74. mínútu átti Halldór Már skalla eftir hornspyrnu en naumlega framhjá. Patrekur átti gott skot stuttu síðar en Sævar náði að vera í horn. Það sem eftir lifði leiks sóttu Þórsarar án afláts. Á 90. mínútu skoraði Marinó Birgisson glæsilegt mark eftir að hafa fengið boltann inní teig, snéri af sér varnarmenn KA og sett´ann í fjærhornið. Í uppbótartíma fengu Þórsarar víti en Nikola Stojanovic skaut föstu skoti en Steinar Arnþórsson varði vel. Stuttu síðar náði Nikola að bæta fyrir vítið og skoraði eftir klafs í teignum hjá KA þegar hann var réttur maður á réttum stað og skoraði í autt markið. Fyllilega sanngjarn sigur í dag hjá Þór 2.

Maður leiksins: Tómas Örn Arnarson (Þór 2)

1-0 34. mín Tómas Örn Arnarson
2-0 90. mín Marinó Snær Birgisson
3-0 90+2. mín Nikola Kristinn Stojanovic

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *