Frábær sigur KA 2 gegn Fjarðabyggð

Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað og jafnræði með liðunum þó að KA væri ívið sterkari án þess að skapa opin færi.  Það var svo á 25. mínútu sem Daníel Hafsteinsson braust inní vítateig og sendi boltann fyrir og Frosti kláraði færið eftir smá klafs. 1-0 fyrir KA 2. Strax tveimur mínútum síðar kom svo stórbrotin sókn hjá KA-mönnum, Bjarni Aðalsteinsson vann boltann á miðjunni og stakk honum inná Áka Sölva sem var einn á móti markmanni en lagði boltann óeigingjarnt fyrir autt markið þar sem Angntýr gat ekki annað en skorað.  Eftir þetta tók KA 2 öll völd á vellinum og hver sóknin rak aðra.  Á 42. mínútu var brotið á Daníel rétt utan teigs og hann tók aukaspyrnuna sjálfur og smurði boltann glæsilega upp í hornið, gjörsamlega óverjandi.  3-0 í hálfleik. 

Í seinni hálfleik tók svo Áki Sölvason við markaskorun og gerði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk, flest eftir frábærar hraðar sóknir þar sem Daníel og Frosti skiptust á að leggja upp fyrir hann.  Fjarðarbyggð náði aðeins að klóra í bakkann, fyrst með marki úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot og svo með tveimur mörkum í viðbót alveg undir lokin þegar KA 2 strákarnir voru farnir að slaka á.  Virkilega vel spilaður leikur hjá KA 2 en leikmenn Fjarðabyggðar virkuðu þreyttir eftir leikinn sem þeir spiluðu á föstudaginn.

MAÐUR LEIKSINS:  Allt KA liðið/ Daníel, Frosti, Bjarni Aðalsteins og Áki stórkostlegir.

25 mín: 0-1.  Frosti Brynjólfsson
27 mín: 0-2.  Angantýr Gautason
42 mín: 0-3.  Daníel Hafsteinsson
49 mín: 0-4.  Áki Sölvason
55 mín: 0-5.  Áki Sölvason
69 mín: 1-5.  Víkingur Pálmason (víti)
73 mín: 1-6.  Áki Sölvason
89 mín: 2-6:  Atli Fannar Írisarson
90 mín: 2-7:  Áki Sölvason
90+1 m: 3-7: Atli Fannar Írisarson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *