Magni sigraði KA 3 og styrkti stöðuna á toppi A-riðils

Síðasti leikur 2. umferðar var viðureign Magna og KA 3, en KA 3 er skipað leikmönnum fæddum 1999 og 2000. Þrátt fyrri að lokatölur hafi verið 4-0 enduspeglaði það ekki gang leiksins. Jafnræði var með liðunum lengst af en miklu munaði að líkamlegur styrkur Magnamanna var talsvert meiri en sprækra KA kjúklinga. Liðin áttu jafn margar marktilraunir og áttu KA menn meðal annars skot í slá.

Fyrsta mark Magna skoraði Hreggviður Heiðberg Gunnarsson á 20. mínútu eftir fallegan undirbúning hjá Arnari Geir Halldórssyni sem hafði með góðu einstaklingframtaki komist upp hægri kantinn og gaf fyrir á Hreggvið sem var einn á auðum sjó og gat rennt honum í opið markið. Annað mark Magna var keimlíkt því fyrra og kom á 28. mínútu, þá brunaði Lars Óli Jessen upp vinstri kantinn og kom boltanum á Kristinn Þór Rósbergsson sem renndi honum í markið.
Þriðja og fjórða mark Magna skoraði Fannar Freyr Gíslason á 48. mínútu og 82. mínútu en Fannar kom inná  sem varamaður í síðarihálfleik.

Bestu menn Magna voru þeir Arnar Geir og Lars Óli, KA liðið spilaði betri fótbolta en Magnamenn  en eins og áður var komið inná vantaði upp á líkamlegan styrk leikmanna.
 
1-0 20. mín Hreggviður Heiðberg Gunnarsson
2-0 28. mín Kristinn Þór Rósbergsson
3-0 48. mín Fannar Freyr Gíslason
4-0 82. mín Fannar Freyr Gíslason

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *