Reynsluboltarnir sáu um Hött/Huginn

KA og Höttur/Huginn áttust við í Kjarnafæðimótinu í kvöld. KA vann sannfærandi 5-0 sigur. Breki Hólm Baldursson gerði tvö mörk og þá skoraði hinn 14 ára gamli Sigurður Nói Jóhannsson mark í sínum fyrsta meistaraflokksleik!

Reynsluboltarnir Ásgeir Sigurgeirsson og Völsungurinn Elfar Árni Aðalsteinsson,sem lék sem lánsmaður með KA í kvöld voru einnig á skotskónum.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Austfirðingum því á morgun leika þeir aftur í Boganum,þá gegn KF.