Hamrarnir mættir aftur í Kjarnafæðimótið

Hamrarnir og Þór3 áttust við í B deild Kjarnafæðimótsins í gærkvöldi.

Hamrarnir eru komnir á kreik á ný og munu taka þátt í 5.deild íslandsmótsins næsta sumar. Lið þeirra er blanda af fyrrum leikmönnum Samherja úr Eyjafjarðarsveit og kornungum KA mönnum.

Jafnt var í lékhléi en að lokum enduðu leikar þannig að Hamrarnir sigruðu með 2 mörkum gegn 1. Agnar Tumi Arnarsson skoraði bæði mörk Hamranna en Lárus Sólon Biering Ottósson minnkaði muninn fyrir Þór