Þór/KA með sigur á Tindastól

Þór/KA vann Tindastól örugglega, 4-0, í dag. Sandra María Jessen skoraði eina mark Akureyringa í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu þær Agnes Birta Stefánsdóttir og Margrét Árnadóttir við tveimur mörkum á tíu mínútum. Síðasta mark Þórs/KA var sjálfsmark og lokatölur því 4-0.

Þór/KA er í efsta sæti kvennadeildarinnar með 9 stig eins og varalið félagsins, en Þór/KA er með 17-0 í markatölu á meðan Þór/KA 2 er með 16-4.