Einn leikur í Kjarnafæðimótinu um helgina

Lokaleikur A riðils í A deild fer fram í kvöld þegar lið KA mætir Magna. Lið KA hefur trygg sér sigur í deildinni en lið Magna gæti stolið 2. sæti deildarinnar af Þór2 og þar með sæti í undanúrslitum.

Leikurinn fer fram undir ljósunum í Boganum klukkan 20:15 og hvetjum við alla til að mæta.