Vel heppnuð fjáröflun fyrir Grófina

Annað árið í röð lét Knattspyrnudómarafélag Norðurlands í samvinnu við áhugafólk um knattspyrnu gott af sér leiða með því að rukka 500 krónur inn á hreinan úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og gefa allt það fé sem safnast til góðs málefnis. Í ár var ákveðið að styrkja Grófina geðverndarmiðstöð sem hefur svo sannarlega unnið þarft og gott starf í gegnum árin.

Alls söfnuðust 163.700 krónur en það voru Valdís Eyja Pálsdóttir forstöðumaður Grófarinnar og Eymundur Eymundsson heiðursfélagi sem veittu peningunum viðtöku í hálfleik leiks KA og Þórs sem fram fór í Boganum í kvöld. KA-menn unnu leikinn 2-1 og urðu þar með Kjarnafæðimótsmeistarar.

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands langar að þakka knattspyrnuáhugafólki fyrir frábærar viðtökur við þessu framtaki enda ljóst að fjáröflun sem þessi myndi aldrei ganga upp nema með því jákvæða viðhorfi og stuðningi sem áhorfendur hafa sýnt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *