Jafntefli hjá Hetti/Hugin og KA3

Höttur/Huginn 1-1 KA3
1-0 6’ Kristófer Einarsson
1-1 67’ Halldór Jóhannesson (vítaspyrna)

Rauð spjöld: Emil Smári Guðjónsson (Höttur/Huginn, 34. mín) og Gísli Björn Helgason (Höttur/Huginn, 66. mín)

Austanmenn byrjuðu betur og náðu að skora snemma í leiknum, en Kristófer Einarsson kom Hetti/Hugin yfir með marki á 6. mínútu leiksins. Þeir stjórnuðu leiknum allt þar til fækkaði í liði þeirra á 34. mínútu þegar Emil Smári Guðjónsson fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og þar með rautt. Eftir rauða spjaldið skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér teljandi færi. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hött/Hugin.

Eftir um 20 mínútna leik í síðari hálfleik urðu Hattar/Huginsmenn fyrir öðru áfalli þegar Gísli Björn Helgason nældi sér í sitt annað gula spjald og þeir þar með orðnir tveimur mönnum færri. Á 67. mínútu fengu KA-menn dæmda vítaspyrnu og úr henni jafnaði Halldór Jóhannesson. KA3 hefði getað komist yfir nokkrum mínútum síðar, en gott skot Ingólfs Birnis Þórarinssonar hafnaði í stönginni. Höttur/Huginn lagði eftir þetta mesta áherslu á varnarleikinn og tókst mjög vel að verja mark sitt þrátt fyrir liðsmuninn. Niðurstaðan varð
1-1 jafntefli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *