KF, Völsungur og Tindastóll með sigra

Þór2 0-1 KF
0-1 3’ Grétar Áki Bergsson

KF lagði Þór2 að velli með einu marki gegn engu, en það var Grétar Áki Bergsson sem skoraði mark KF strax á 3. mínútu leiksins. Með sigrinum lyfti KF sér upp fyrir Þór2 í fjórða sætið, en Þór2 endar í 5. sæti B-deildarinnar.

Völsungur 3-1 Leiknir F
1-0 17’ Ólafur Jóhann Steingrímsson
2-0 57’ Elvar Baldvinsson
2-1 80’ Ásgeir Páll Magnússon
3-1 90’ Daníel Már Hreiðarsson

Lokaleikur A-deildar Kjarnafæðimótsins var viðureign Völsungs og Leiknis. Ólafur Jóhann Steingrímsson kom Völsungi yfir á 17. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Völsung. Á 57. mínútu tvöfaldaði Elvar Baldvinsson forystu Húsvíkinga. Ásgeir Páll Magnússon kom Leikni aftur inn í leikinn á 80. mínútu með því að minnka muninn í 2-1. Það var svo Daníel Már Hreiðarsson sem gulltryggði sigur Völsungs með því að skora síðasta mark leiksins á 90. mínútu. Lokatölur 3-1. Með sigrinum komst Völsungur upp í fjórða sæti deildarinnar en Leiknismenn enda í 6. og síðasta sæti með 1 stig.

KA3 0-5 Tindastóll
0-1 4’ Arnar Ólafsson
0-2 6’ Konráð Freyr Sigurðsson
0-3 20’ Eysteinn Bessi Sigmarsson
0-4 68’ Arnar Skúli Atlason
0-5 73’ Eysteinn Bessi Sigmarsson

Tindastóll byrjaði leikinn gegn KA3 af miklum krafti en á fyrstu 6 mínútum leiksins komu Arnar Ólafsson og Konráð Freyr Sigurðsson liðinu í 2-0. Á 20. mínútu skoraði Eysteinn Bessi Sigmarsson þriðja mark Tindastóls og staðan í hálfleik var 3-0. Á fimm mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik skoruðu stólarnir tvö mörk til viðbótar, en þar voru á ferðinni Arnar Skúli Atlason og Eysteinn Bessi Sigmarsson. Niðurstaðan var því öruggur 5-0 sigur Tindastóls. KA3 endar því mótið í neðsta sæti B-deildar með 1 stig, en Tindastóll lyfti sér upp í 3. sætið og á eftir að spila lokaleik riðilsins gegn Dalvík/Reyni sem er í 2. sæti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *