KA 5 – 1 Magni
1-0 3’ Daníel Hafsteinsson
2-0 10’ Elfar Árni Aðalsteinsson
3-0 21’ Elfar Árni Aðalsteinsson
4-0 26’ Elfar Árni Aðalsteinsson
5-0 75’ Elfar Árni Aðalsteinsson
5-1 87’ Kristinn Þór Rósbergsson
KA liðið byrjaði af miklum krafti og pressaði Magnamenn hátt. Það bar árangur strax á þriðju mínútu þegar boltinn féll fyrir Daníel Hafsteinsson rétt utan teigs og hann hamraði boltann í netið, óverjandi fyrir Hjört í markinu. KA hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og Elfar Árni bætti við 3 mörkum, þar af 2 skallamörk eftir frábærar fyrirgjafir frá Hrannari bakverði. Staðan var orðin 4 – 0 eftir 26 mínútur og þá hægðu KA menn á leiknum.
Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn, KA liðið skipti lykilmönnum útaf en þeir voru samt betri allan tímann og Elfar bætti við sínu 4. marki eftir flotta sókn og frábæra fyrirgjöf frá ungum og efnilegum bakverði, Hjörvari Sigurgeirssyni. Magnamenn náðu að klóra aðeins í bakkann þegar KA menn misstu boltann klaufalega og Kristinn Rósbergsson komst einn í gegn og kláraði færið sitt vel. Niðurstaðan er sú að KA liðið lítur vel út og var miklu betra liðið í leiknum.
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson