Æsispennandi undanúrslitaleikur B-deildar fór fram þegar KF og Höttur mættust, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni eftir jafnan og harðan leik. Höttur komst yfir á 26. mínútu þegar Bjarki Nóel Brynjarsson skoraði markið sem virtist ætla að tryggja liðinu sæti í úrslitum. KF gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn þegar Jhoel Sarraude skoraði stórkostlegt mark af löngu færi, þar sem boltinn small í stöngina og inn.
Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Þar steig Javon Sample, markvörður KF, heldur betur fram á sviðið og varð hetja Ólafsfirðinga og Siglfirðinga þegar hann varði þrjár vítaspyrnur og tryggði KF sæti í úrslitaleik B-deildar.
Leikskýrslur:
















































































































































