Þór2 tryggði sér þriðja sætið

Þór2 sigraði Magna 3–0 í leik um 3. sæti A-deildar Kjarnafæðimótsins sem fram fór í Boganum í gærkvöldi. Magnamenn hófu leikinn af krafti og fengu nokkur dauðafæri á fyrstu mínútunum, en tókst ekki að nýta þau. Eftir um 25 mínútna leik tók Þór2 hins vegar völdin á vellinum og létu kné fylgja kviði. Fyrsta mark leiksins kom á 14. mínútu þegar Sverrir Páll Ingason skoraði úr vítaspyrnu.

Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og tvöfölduðu forystuna á 47. mínútu með marki frá Stefáni Birni Svavarssyni. Endanlega tryggði Ásbjörn Líndal sigur Þórs með þriðja markinu á 79. mínútu. Í uppbótartíma fékk Aðalgeir Axelsson, þjálfari Þórs rautt spjald.

Þetta var lokaleikur liðanna í mótinu og óskum við Þór2 til hamingju með 3.sætið.

Leikskýrslur:

Myndir: Ármann Hinrik