KF sigraði Tindastól í markaleik á Greifavellinum

KF hafði betur gegn Tindastól, 5–3, í B-deild Kjarnafæðimótsins þegar liðin mættust á Greifavellinum í kvöld við frábærar aðstæður, tveggja stiga frost og logni. Leikurinn var líflegur frá upphafi. KF komst snemma yfir og var Jhoel Sharravde í miklu stuði en hann skoraði fjögur mörk í leiknum, á 17., 36., 71. og 77. mínútu og reyndist gestunum erfiður.

Tindastóll svaraði fyrir sig og hélt spennu í leiknum. Haukur Ingi Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Tindastól, á 20. og 58. mínútu, og Sigurður Snær Elefsen bætti við marki á 32. mínútu. Endaspretturinn var dramatískur. David Bercodo hjá Tindastóli fékk rautt spjald á 75. mínútu og skömmu síðar náði KF að tryggja sigurinn endanlega þegar Elís Kristófersson skoraði í uppbótartíma, á 90.+2 mínútu. KF eru þar með komnir í undanúrslit og spila gegn Hetti á laugardaginn. Í hinum leiknum eigast við Þór3 og Tindastóll, á sunnudag.

Leikskýrslur:

Myndir: