Dalvík hafnaði í 7. sæti – Hektor með þrennu í frumraun.

Dalvík tryggði sér 7. sæti A deildar með sannfærandi sigri á KFA þegar liðin mættust á Greifavellinum í gær. Hetja Dalvíkinga var Skagamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson, sem gekk til liðs við félagið rétt fyrir leik og stimplaði hann sig vel inn með því að skora þrennu. Hann opnaði markareikninginn á 29. mínútu, bætti við öðru marki á 59. mínútu og innsiglaði þrennuna með marki á 86. mínútu. Dalvík bætti einnig við marki úr vítaspyrnu þegar Áki Sölvason var öruggur af punktinum á 66. mínútu.

KFA lét þó ekki deigan síga og skoraði tvívegis í leiknum. Geir Sigurður Ómarsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 53. mínútu og þjálfari liðsins, Eggert Gunnþór Jónsson, skoraði svo á 79. mínútu. Dalvík hafði þó yfirhöndina á lokasprettinum og tryggði sér sigurinn og þar með 7. sæti mótsins.

Leikskýrslur:

Myndir: Ármann Hinrik