Leiknir F 0 – 2 Völsungur
0-1 25’ Guðmundur Óli Steingrímsson (víti)
0-2 26’ Eyþór Traustason
15. Kjarnafæðismótið hófst í gærkvöldi með leik Leiknis Fáskrúðsfirði og Völsungs. Að þessu sinni eru 11 lið skráð til leik sem leika í tveimur riðlum.
Þór sendir til leiks tvö lið þ.e. meistara- og 2. flokk, KA sem teflir fram þrem liðum þ.e. meistaraflokk og tveim 2. flokks liðum, KF, Magni, Völsungur, Fjarðarbyggð og Leiknir F, Tindastóll og Dalvík. í riðli 1 leika Þór, KA, Leiknir F, Magni, Völsungur og Tindastóll. Í riðli 2 leika, Þór 2, KA 2, KA 3, KF og Dalvík/Reynir. Í ár verður engin úrslitakeppni líkt og undanfarin ár heldur verður sigurvegari í riðli 1 Kjarnafæðismeistari 2018.
Í gærkvöld mættust sem fyrr segir Leiknir F og Völsungur. Mikill undirbúningsbragur var með liðunum í byrjun leiks. Liðin skiptumst mikið á að vera með boltann og gekk báðum liðum illa að byggja upp spil innan síns liðs.
Fyrsta markverða atriði leiksins kom á 17. mínútu. Leiknir F var að reyna að spila boltanum innan síns liðs á sínum vallarhelmingi en missa boltann beint til Völsungs. Það kemur strax stungusending innfyrir vörnina og kemst Elvar Baldvinsson í dauðafæri og á skot á markið en hittir boltann illa. Aðalsteinn Jóhann kemur aðvífandi og setur boltann í netið en er í sömu andrá dæmur rangstæður.
Á 24. mínútu kemur önnur stungusending innfyrir vörn Leiknis. Sem fyrr er Elvar Baldvinsson mættur á sprettinum og tekur knöttinn með sér innfyrir teig þar sem varnarmenn Leiknis F brjóta á honum og dómarinn dæmir réttilega vítaspyrnu. Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni – fyrsta mark Kjarnafæðismótsins í ár.
Strax eftir að Leiknismenn taka miðju missa þeir boltann og Völsungur veður í sókn upp hægri kantinn sem endar með góðri sendingu fyrir, þar sem Eyþór Traustason er maðurinn fyrir utan vítateig Leiknis F og hamrar boltann í nærhornið af 20 metra færi. Staðan var því orðin 2-0 á 26. mínútu leiksins. Fátt markvert gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik en liðin skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér opin marktækifæri.
Í seinni hálfleik dró töluvert úr gæðum leiksins þar sem leikmenn tóku að þreyttast fljótlega eftir að seinni hálfleikur hófst. Á 61. mínútu fær Halldór Árni markmaður Völsungs gult spjald eftir glórulaust úthlaup nálægt hornfána þar sem hann gerist sekur um leikbrot og er í raun heppinn að ná brotinu því annars hefði markið verið galopið fyrir sóknarmann Leiknis F.
Á 74. mínútu fær Ásgeir Páll leikmaður Leiknis F eina alvöru færi Leiknismanna. Þá komst hann í boltann inn í markteig Völsungs en Halldór Árni markvörður Völsungs varði vel.
Ekkert markvert gerðist síðustu 15 minúturnar og fjaraði leikurinn út. Öruggur 2-0 sigur Völsungs í opnunarleik Kjarnafæðismótsins 2018 staðreynd.
Leiknir F Völsungur
8 Skot á mark 12
3 Hornspyrnur 2
13 Leikbrot 8
3 Rangstaða 2
0 Mark 2
Gul spjöld Leiknir: Hlynur Bjarnason 59. mín, leikbrot og Almar Daði Jónsson 65. mín, leiktöf.
Gul spjöld Völsungur: Halldór Árni Þorgrímsson 61 mín, leikbrot og Arnþór Hermannsson 64 mín, leikbrot.
Maður leiksins: Nýkjörinn íþóttamaður Völsungs Guðmundur Óli Steingrímsson.