Leiknir F og Þór 2 mættust í lokaleið A-riðils Kjarnafæðimótsins í knattspyrnu í dag. Mikil barátta einkenndi leikinn allt frá byrjun til enda. Á 21. mínútu skoraði Jesus Guerrero Suarez og kom Leikni þar með yfir. Þórsarar voru fljótir að svara fyrir sig því einungis mínútu síðar jafnaði Aron Kristófer Lárusson metin með góðu skoti eftir stungusendingu upp kantinn. Á 34. mínútu komust Leiknismenn svo aftur í forystu þegar Hilmar Freyr Bjartþórsson skoraði glæsilegt mark með skoti utan teigs sem hafnaði uppi í bláhorninu. Staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir Leikni.
Síðari hálfleikur spilaðist á svipaðan máta og sá fyrri, en mikið var um baráttu og pústra. Minna var þó um opin marktækifæri. Á 84. mínútu fékk Þór 2 vítaspyrnu sem Marínó Snær Birgisson skoraði úr, en eftir það fjaraði leikurinn út. Liðin sættust því á skiptan hlut sem verður að teljast sanngjörn niðurstaða, þótt Leiknismenn hafi verið ívið sterkari aðilinn í leiknum.
1-0 21. mín Jesus Guerrero Suarez
1-1 22. mín Aron Kristófer Lárusson
2-1 34. mín Hilmar Freyr Bjartþórsson
2-2 84. mín Marínó Snær Birgisson (vítaspyrna)