Þór og 2. flokkur Þórs mættust í gær í Boganum í undanúrslitum Kjarnafæðimótsins. Leikurinn var jafn og spennandi, þar sem Þór2 var sterkari aðilinn framan af. Í fyrri hálfleik var Þór2 meira með boltann og stjórnaði leiknum að stórum hluta. Liðið skapaði sér nokkur góð færi og hefði getað verið yfir í hálfleik. Þór átti í erfiðleikum með að brjóta niður vel skipulagt liðnþeirra yngri, en Lucas Vieira stóð sig frábærlega í marki Þórs2 og hélt hreinu. Staðan í hálfleik var 0–0.
Fram að 60. mínútu hélt Þór2 áfram að vera sterkari aðilinn, en þá snerist leikurinn. Þórsarar juku kraftinn og á 50. mínútu skoraði Skagamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson fyrsta mark leiksins eftir flott spil,en hann er á reynslu hjá Þórsurum þessa dagana. Markið gaf Þórsurum byr undir báða vængi og liðið tók smám saman yfir leikinn og varamenn komu inná og bættu við mörkum. Á 71. mínútu bætti Christian Greko Jakobsen við öðru marki og á 84. mínútu innsiglaði Peter Ingi Helgason sigurinn með þriðja markinu. Lokatölur urðu 3–0 fyrir Þór.
Enn eitt árið leikar því Þór og KA til úrslita í A deild og verður leikurinn um mánaðamót mars og apríl.
Leikskýrslur:





























