Einn leikur fór fram í kvennadeildinni í gærkvöldi og var það hreinn úrslitaleikur um hvaða lið mundi vinna kvennadeildina í ár. Þór/KA2 stillti upp ungu og mjög svo efnilegu liði á meðan reynslumeiri leikmenn voru að spila með Þór/KA
Það dró til tíðinda strax á þriðju mínútu leiksins þegar Sandra María Jessen fyrirliði skoraði fyrsta markið 1-0 fyrir Þór/KA. Þá var komið að Hildi Önnu Birgisdóttir fyrir Þór/KA2 en hún skoraði mark á 21. mínútu og svo aftur á 36. mínútu og staðan því 2-1 hálfleik fyrir Þór/KA2.
Strax í byrjun seinni hálfleiks eða á 47. mínútu jafnaði Dagbört Rós Hrafnsdóttir leikinn fyrir Þór/KA. Á 68. mínútu skoraði Móeiður Alma Gísladóttir til að koma Þór/KA2 aftur í forystu og Aníta Ingvarsdóttir skoraði svo síðasta markið á 89. mínútu og leikurinn endaði því 4-2 fyrir Þór/KA2 og þær vel að titlinum komnar.
Til hamingju Þór/KA2 – Kjarnafæðimótsmeistarar kvennadeild 2024