Síðustu leikir í riðlakeppni Kjarnafæðimótsins fara fram nú í kvöld og miðvikudaginn næstkomandi.
Í kvöld er eiga við Þór/KA og Þór/KA2 í úrslitaleikur kvennadeildarinnar klukkan 19:15 í Boganum. Bæði eru með fullt hús stiga fyrir leikinn en Þór/KA eru ofar á markatölu. Spennandi verður að sjá hvernig þjálfari Þór/KA stillir upp liðum kvöldsins en lið Þór/KA býr yfir gífurlega mörgum ungum stelpum sem sýndu það síðasta sumar að þær eru til alls líklegar þær urðu Íslandsmeistarar í A. deild 2. flokks án þess að tapa leik ásamt því að með 60 mörk í plús.
Við hvetjum alla til að mæta í kvöld í Bogann og fylgjast með tveimur flottum liðum etja kappi þar sem bikarinn fer á loft í enda leiksins.
Á miðvikudaginn lokum við svo riðlakeppninni með leik KA2 gegn Samherjum. KA2 nægir stig til þess að tryggja annað sætið og þar með leik upp á bronsið gegn liði Þór2. Samherjar munu hinsvegar gera sitt allra besta að ná í sín fyrstu stig á mótinu og jafna lið Völsungs af stigum.
Leikurinn fer fram klukkan 18:00 í Boganum.