Lokaleikurinn í riðlakeppni Kjarnafæðimótsins fór fram í gærkvöldi þegar áttust við KA2 og Samherjar. KA2 er lið 2.fl KA sem hafa á að skipa sterku liði og var getumunur liðanna mikill.
Árni Veigar Árnason skoraði þrennu í leiknum á mínútum 21, 55 og 65. Auk þess skoruðu fyrir KA þeir Andri Valur Funnbogason á 4.mínútu, Dagbjartur Búi Davíðsson á 43. mínútu, Gabriel Lúkas Freitas Meira á 41.mínútu, Sindri Sigurðsson á 34.mínútu og Aríel Uni Einvarðsson á 77.mínútu. Úrslitin 8-0 fyrir KA2 sem tryggðu sér þar með annað sæti riðilsins á meðan Samherjar enda í neðsta sæti án stiga eins og búast mátti við.
Við mótshaldarar tökum þó ofan fyrir Samherjum fyrir að hafa tekið þátt í A deildinni þegar okkur vantaði lið til að jafna í riðlinum. Þeir áttu marga góða spretti í mótinu þrátt fyrir að spila í 5.deild íslandsmótsins. Framundan er nú hlé á mótinu meðan liðin og dómarar sinna Lengjubikar en að því loknu leika liðin í kross í riðlinum og er ljóst að þar verða hörkuleikir. Nánar um þá leiki síðar