Þrír leikir fóru fram í Kjarnafæðimótinu i dag. Fyrsti leikur dagsins fór fram við flottar aðstæður á PCC vellinum á Húsavík en þar mættust Völsungsstelpur og FHL/Einherji. Bæði lið voru í leit að fyrsta sigri í mótinu og ljóst að vel yrði barist. Leikurinn var jafn framan af og brutu FHL/Einherji ísinn á 15.mínútu þegar Björg Gunnlaugsdóttir skoraði. Þegar komið var inn í uppbótartíma fyrri hálfleiks jöfnuðu svo heimakonur metin með marki frá Hildi Önnu Brynjarsdóttur fyrirliða. Hildur Anna var ekki hætt. Hún kom Völsungum yfir á 47.mínútu og á þessum tímapunkti var leikur FHL/Einherja að hrynja. Halla Bríet Kristjánsdóttir kom Völsungi í 3-1 á 52.mínútu og þremur mínútum seinna skoraði Elísabet Ingvarsdóttir fjórða mark heimakvenna. Halla Bríet skoraði svo annað mark sitt og fimmta mark Völsungs á 61.mínútu og Hildur Anna fullkomnaði svo þrennu sína út vítaspyrnu á 71.mínútu. Fhl/Einherji varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 81.mínútu og var það síðasta mark leiksins. 8-1 sigur Völsungs.
Kl 17 mættust KFA og Kormákur/Hvöt/Tindastóll í Boganum. Leikurinn var fjörugur og ljóst að Austfirðingar ætluðu að pressa KHT hátt á vellinum. KFA voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu strax á 5.mínútu með marki Patreks Grétarssonar.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þrátt fyrir harða atlögu KFA að marki KHT. Mikael Nikulásson þjálfari KFA var þungur á brún í hálfleik enda yfirburði þeirra miklir en inn vildi boltinn ekki.Hann hefur lesið vel yfir sínum mönnum því miklar flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik. KHT byrjuðu seinni hálfleikinn betur og voru sterkari aðilinn fyrstu 10 mínúturnar en þá hrundi leikur þeirra algjörlega og KFA gengu á lagið. Arnar Björgvinsson skoraði á 55.mínútu og tveim mínútum seinna skoraði Zvonimir Blaic og staðan orðin 3-1 fyrir KFA. Heiðar Snær Ragnarsson skoraði á 61.mínútu og Marteinn Már Sverrisson á 67.mínútu.Marteinn skoraði aftur á 71.mínútu út vítaspyrnu og Patrekur Grétarsson skoraði annað mark sitt og sjöunda mark KFA á 85.mínútu. Stórsigur KFA staðreynd 7-0.
Síðasti leikur dagsins hófst kl 19 en þar áttust við 2.deildarlið KF og lið Samherja úr Eyjafjarðarsveit sem leika í 5.deild. KF byrjuðu leikinn mun betur eins og búast mátti við. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt á 12.mínútu og var þar að verki fyrirliðinn Þorsteinn Þorvaldsson. KF voru á þessum tíma með öll völd á leiknum og skoraði Jordan Damachoua annað mark þeirra á 22.mínútu. Fjórum mínútum síðar skoruðu þeir þriðja mark sitt en því miður höfum við ekki nafnið á þeim ágæta manni. Agnar Tumi Arnarsson minnkaði hinsvegar muninn fyrir Samherja á 38.mínútu eftir fallega sókn og efldust Samherjamenn mikið við markið. Ljóst er að Sigurður Donys þjálfari Samherja hefur unnið vel úr hálfleiknum því allt annað var að sjá Samherjana í seinni hálfleik. Þeir náðu oft á tíðum frábæærum spilköflum og stóðu vel í KF. Þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Máni Ólafsson svo fyrir Samherja og galopnaði leikinn.Hreint ótrúleg endurkoma þeirra inn í leikinn og þeir voru ekki hættir að sækja og þjörmuðu áfram að KF. KF gerði hinsvegar út um leikinn á 89.mínútu en því miður höfum við ekki nafnið á þeim góða manni. KF náði svo að halda út og sigra leikinn 4-2 en full ástæða er til að hrósa 5.deildarliðinu fyrir fyrir góða baráttu.