Einn leikur fór fram í Kjarnafæðimótinu í dag þegar Þór/KA2 og FHL/Einherji áttust við í kvennadeildinni. Það var ljóst frá upphafi að Þór/KA2 væri sterkara liðið en austankonur áttu einnig sína spretti.
Það voru ekki nema 9 mínútur liðnar af leiknum þegar Karen María Sigurgeirsdóttir kom Þór/KA2 yfir í leiknum. Agnes Birta Stefánsdóttir tvöfaldaði svo forustuna með marki á 26. mínútur og Sandra María Jessen setti svo þriðja markið á 36. mínútu. Björg átti svo frábærann sprett upp kanntinn og náðið að minnka muninn fyrir FHL/Einherja rétt fyrir hálfleik og staðann því 3-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Bæði lið gerðu margar breytingar í hálfleik og áfram var sóknarþungi að marki FHL/Einherja. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði fjórða mark norðankvenna á 56. mínútu en þá var komið að Sonju Björg Sigurðardóttir sem skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Fyrra markið á 66. mínútu og seinna á 69. mínútu. Það var svo Ísey Ragnarsdóttir sem skoraði síðasta mark leiksins á 78. mínútu og úrslit leiksins því 7-1 fyrir Þór/KA2