Tveir leikir fóru fram í Kjarnafæðimótinu í kvöld. Magni og Kormákur/Hvöt/Tindastóll áttust við kl 17 og úr varð skemmtilegur leikur. Magnamenn voru mun hættulegri og óðu í færum en illa gekk að koma boltanum í netmöskvana. Númi Kárason fékk vítaspyrnu fyrir Magna í lok fyrri hálfleiks og tók hana sjálfur,en Jallow Maryman markvörður varði spyrnuna og staðan í leikhéi 0-0. Liðin skiptust á að sækja í seinni hæalfleik með litlum árangri,allt þar til á 73.mínútu þegar Arnar Ólafsson leikmaður KHT skoraði sigurmark leiksins. Úrslitin 1-0 sigur Skagfirðinga og Húnvetninga.
Klukkan 19 áttust við KA2 og KF. Leikurinn var hin besta skemmtun og vel var barist. Mikið jafnræði var með liðunum en KA2, sem skipað er 2.flokki KA var þó hættulegra liðið en KF beittu skæðum skyndisóknum. Andri Valur Finnbogason kom KA mönnum yfir á 13.mínútu en Sævar Fylkisson kom jafnaði fyrir KF á þeirri 42.og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks. KA menn voru hættulegri í seinni hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. AlexMáni Gærdbo Garðarsson leikmaður KF fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar lítið var eftir. Þegar komið var fram í lok uppbótartíma skoraði svo Aríel Uni Einvarðsson sigurmark KA.Sannkallað flautumark með síðustu snertingu leiksins. KA menn sigruðu 2-1.