Stór helgi er framundan í Kjarnafæðideildinni en tveir leiki fara fram á laugardag og þrír á sunnudag.
Við hefjum þetta á leik Kormáks/Hvöt/Tindastóls (KHT) gegn Magna en lið KHT er enn að leita að sínum fyrsta sigri. Á sama tíma getur Magni eignað sér topp sæti A deildar um stund. Flautað verður til leiks klukkan 17:00 laugardaginn.
Seinni leikur dagsins er leikur KA2 og KF klukkan 19:00. KF getur með sigri jafnað lið KA2 og Völsung að stigum. Reikna má með harðri baráttu um annað sæti B riðils en lið Þórs situr þar eitt á toppnum með 9 stig eða fullt hús stiga.
Á sunnudag munu svo fara fram þrír leikir. Hádegisleikurinn er leikur Þór2 og KFA. Liðs Þórs2 kemur sjóðandi heitt eftir 7-1 sigur á liði KHT úr síðustu umferð á meðan KFA leitar enn að sigri eftir að hafa misst 2-1 stöðu niður í jafntefli gegn Magna í síðustu umferð.
Klukkan 15:00 er svo komið að stelpunum en þá mæta FHL/Einherji liði Tindastóls. Tindastóll kemur inn í leikinn eftir góðan 2-0 sigur á Völsungi á meðan FHL/Einherji hóf mótið gegn spræku liði Þórs/KA og tapaði þar 7-0. Bæði liðin hafa stillt upp ungum og efnilegum stelpum í fyrstu leikjum mótsins og verður spennandi að sjá hvort austan stelpur ná að stríða Bestudeildarliði Tindastóls.
Lokaleikur dagsins fer svo fram klukkan 17:00 þegar Völsungur tekur á móti Þór/KA. Húsavíkingar voru óheppnar gegn Bestudeildarliði Tindastóls þar sem boltinn fór stöngina oftar en einu sinni. Spennandi verður að sjá hvernig þær mæta til leiks gegn hinu Bestudeildarliði riðilsins.
Leikir helgarinnar.
Laugardagurinn 13. janúar
17:00: Kormákur/Hvöt/Tindastóll – Magni
19:00: KA2 – KF
Sunnudagurinn 14. janúar
13:00: Þór2 – KFA
15:00: FHL/Einherji – Tindastóll
17:00: Völsungur – Þór/KA