Síðasti leikur Kjarnafæðimótsins fyrir jólafrí fór fram í Boganum í kvöld þegar KA3 sigraði KA4 með fimm mörkum gegn engu í B deild mótsins. Liðin eru bæði skipuð leikmönnum úr 2.flokki og úr varð hinn skemmtilegasti leikur.
Kristófer Lárus Jónsson opnaði leikinn á 7.mínútu með marki eftir að hafa komist einn innfyrir vörnina. Guðmundur Bergmannsson skoraði á 32.mínútu og Andri Valur Finnbogason á þeirri 39 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar Máni Dalstein skoraði og Óskar Kolandavelu rak síðasta naglann í kistu KA4 með marki á 81.mínútu.
5-0 lokastaða og liðin bæði komin í jólafrí.