KDN gefur 150.000 krónur

Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.

Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.

Jólakveðjur
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands